Svæði, lönd og fylki
Inngangur
Á stjórnendasíðu Boxins eru tól sem gera þér kleift að velja til hvaða heimssvæða þú vilt selja vörur til. Auðvelt er að stilla sendingarmáta og skatta fyrir hvert svæði með eftirfarandi tólum:
Zones (Svæði)
Inn á stjórnendasíðunni er hægt að stilla svæði, landfræðilega klasa sem samanstanda af fylkjum (e. states) eða löndum (e. countries). Þú getur lesið nánar um svæði m.a. hvernig hægt er að búa til svæði, hvernig ákveðnum notendum er bætt við svæði og fjarlægðir af svæði..
Lönd
Kerfið kemur með stillingum fyrir nokkur lönd en auðvelt er að breyta þeim eftir þínum þörfum. Til að fara í stillingar fyrir lönd veldu þá “Configuration” á forsíðu stjórnborðsins og smelltu á “Countries” í undirvali.
Landssvæði (e. states)
Netverslunin þín kemur með stillingum fyrir öll fylki (e. states) í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Meðal annars er Ísland stillt inn og skipt upp eftir landshlutum.