Greiðslustöður
Inngangur
Þegar pöntun er staðfest af kaupanda þá verður til greiðsla í Boxinu. Greiðslan fer í gegnum ýmsar stöður á meðan pöntunin er í vinnslu og er þær skýrðar nánar á þessari síðu. When an order is initiated for a customer purchase a payment is created in the Spree system. A payment goes through various states while being processed.
Greiðslustöður
Mögulegar greiðslustöður eru:
- Checkout - Pöntunin hefur ekki verið staðfest en er í ferli.
- Processing - Greiðslan hefur ekki verið afgreidd.
- Pending - Búið er að fá heimild fyrir greiðslunni frá færsluhirði en netverslunin hefur ekki nýtt heimildina (e. captured).
- Failed - Greiðslu var synjað af færsluhirði.
- Void - Tiltekin greiðsla á ekki að vera notuð fyrir pöntunina.
- Completed - Greiðsla móttekin og heimild nýtt. Einungis greiðslur með þessa stöðu ganga upp í heildarupphæð pöntunarinnar.
Greiðslustöður breytast ekki endilega í sömu röð eins og myndin fyrir neðan sýnir:
Þú getur séð í hvaða stöðu greiðslan er fyrir hverja pöntun með því að smella á “Orders” í aðalvalmyndinni, smella á pöntunarnúmerið og svo smella á “Payments” í valmyndinni hægra megin.
Upplýsingar um greiðsluna birtast og í “Payment State” dálknum sérðu í hvaða ofantaldri stöðu greiðslan er í.
Heimild vs. nýta heimild (e. Authorize vs Capture)
Heimild (e. Authorize) segir til um hvort að færsluhirðir staðfesti að kaupandi eigi innistæðu fyrir kaupunum. Er upphæðin tekin tímabundið til hliðar af greiðslukortinu.
Þegar þú nýtir heimildina (e. capture) þá færist upphæðin til þín sem söluaðila. Ástæðan fyrir þessari tvöföldu aðgerð er yfirleitt sú að netverslanir vilja tækifæri til að afgreiða pöntunina að fullu áður en greiðsla er tekin.
Nýta heimild á stjórnendasíðunni
Til að nýta heimild smelltu þá á “Orders” hnappinn í aðalvalmyndinni og smelltu á pöntunarnúmerið sem þú vilt nýta heimild fyrir. Smelltu svo á “Payments” hægra megin á síðunni og við það birtast greiðsluupplýsingar. Smelltu á “Capture” merkið við greiðsluna til að nýta heimildina og klára greiðsluna.
Eyða greiðslu (e. Void Payment)
Til að eyða greiðsu smelltu þá á “Orders” hnappinn í aðalvalmyndinni og smelltu á pöntunarnúmerið sem þú vilt eyða greiðslu fyrir. Smelltu svo á “Payments” hægra megin á síðunni og við það birtast greiðsluupplýsingar. Smelltu á “Void” merkið við greiðsluna til að eyða greiðslunni.
Breyta upphæð greiðslu
Áður en greiðsla er nýtt er hægt að breyta upphæð greiðslunnar með því að smella á “Edit” merkið.