Eyða vörum
Inngangur
Í vöruyfirliti stjórnendasíðunnar er “Delete” merki hægra megin við hverja röð. Ef þú smellir á það, eyðir þú vörunni úr netversluninni.
Þegar þú smellir á merkið þá biður kerfið þig um að staðfesta hvort þú viljir eyða vörunni með því að smella á “OK”
Skoðun
Eyddar vörur hætta að birtast á netversluninni um leið og þú hefur staðfest fyrra skref. Varan er samt sem áður til í gagnagrunninum og þú getur auðveldlega fundið eyddar vörur með því að fara í vöruyfirlitið og smella á “Filter” hnappinn við leitarstikuna. Þar getur þú hakað við “Show Deleted” og smellt á “Search”. Leitarniðurstaðan birtir þá bæði virkar og eyddar vörur.
Virkja eyddri vöru
Til að virkja eyddri vöru á ný, finndu þá vöruna þína í vöruyfirlitinu eins og ert var í skrefinu á undan. Eyddar vörur munu einungis sýna “Clone” merkið hægra megin við hverja röð, en virkar vörur hafa einnig “Edit” og “Delete” merkið. Smelltu á “Clone” merkið á vörunni sem þú vilt virkja.
Þegar þú smellir á “Clone” þá býr kerfið til afrit af vörunni og hún birtist í vörulistanum með “COPY OF” viðskeytið. Nýr permalink og SKU verða til fyrir vöruna. Fylgdu leiðbeiningum um vöru afritun til að breyta vörunni frekar.