Pöntunarstöður (Order states)
Inngangur
Ný pöntun verður til í kerfinu þegar viðskiptavinurinn setur vöru í körfuna sína. Pöntunin breytir um kerfisstöðu, sem sýnir í hvaða ástandi hún er, nokkrum sinnum áður en hún telst kláruð (e. complete)
. Hér fyrir neðan er listi yfir kerfisstöður, eða stöður, og útskýring á þeim. Athugið að pöntun breytir ekki um stöðu nema fyrri stöðu sé lokið, t.d. þarf viðskiptavinur að fylla út heimilisfang í address
stöðunni áður en hann velur sendingarmáta í delivery
stöðunni.
Pöntunarstöður
Til að fullklára pöntun þarf hún að fara í gegnum eftirfarandi stöður:
cart
- Vörum hefur verið bætt í körfu.address
- Viðskiptavinur getur slegið inn heimilisfang.delivery
- Viðskiptavinur getur valið sendingarmáta.payment
- Viðskiptavinur getur skráð greiðslumáta.confirm
- Viðskiptavinur getur yfirfarið og staðfest pöntunina.complete
- Viðskiptavinurinn hefur nú klárað öll skrefin og staðfest pöntunina. Hún er nú tilbúin til afgreiðslu.