Flokkar
Inngangur
Boxið notast við vöruflokkunarkerfi sem kallast Taxonomy and Taxons þar sem Taxonomy er tré og Taxons eru greinar. Héðan í frá verður notast við enskt heiti þeirra, Taxonomy og Taxons. Taxons geta svo sjálfir haft fleiri taxons undir sér þannig að flokkunarkerfið þitt gæti litið út eins og eftirfarandi mynd:
Í þessu dæmi eru “Categories” nafnið á Taxonomy (trénu). Það er með þrjá Taxons (e. greinar), “Luggage”, “Housewares”, og “Clothing”. Tvær síðastnefndu eru svo með sína eigin taxons. Þar af leiðandi er “Clothing” undirgrein “Categories” en yfirgrein á “Men’s”.
Til að sjá lista yfir alla Taxonomies, smelltu þá á “Vörur” í aðalvalmyndinni og svo á “Taxonomies” á fellilistanum þar undir.
Búa til nýjan Taxonomy
Til að búa til nýjan taxonomy, smelltu þá á “New Taxonomy” hnappinn efst í hægra horninu. Sláðu inn nafn á taxonomy og smelltu að því búnu á “Create”.
Nú getur þú búið til taxons undir taxaonomy.
Breyta taxonomy
Til að breyta núverandi taxonomy, smelltu þá á “Edit” merkið hægra megin við nafnið á taxonomy listanum.
Hér getur þú breytt nafninu á taxonomy og endurraðað, eytt, bætt við nýjum, eða breytt taxons. Gerðu nauðsynlegar breytingar og smelltu svo á “Update”
Eyða taxonomy
Til að eyða taxonomy, smelltu þá á “Delete” merkið hægra megin við nafnið á taxonomies listanu. Smelltu svo á “OK” til að staðfesta.
Bæta taxon við taxonomy
Eftir að þú hefur búið til taxonomy þá getur þú bætt við taxons undir það. Hægri smelltu á nafnið á Taxonomy og smelltu á “Add”
Við það birtist reitur með nafninu “New node”. Strokaður þann texta út og sláðu inn nafnið á taxon og ýttu á Enter. Þá birtist listi með nýja taxon undir taxonomy trénu.
Smelltu á “Update” til að vista breytingarnar.
Bæta við taxon undir öðrum taxon
Ef þú vilt bæta taxon undir öðrum taxon þá einfaldlega hægrismellir þú á taxoninn og smellir á “Add”
Sláðu inn nafnið á nýja undir-taxon og ýttu á enter. Endurtaktu þetta skref ef þú vilt bæta fleirum taxon við eða fleirum undir-taxon.
Mundu að vista breytingarnar með því að smella á “Update” takkann í lokin.
Ef þú ferð af taxonomy síðunni og aftur inn á hana, þá tekur þú eftir að allir flokkar hafa dregist saman. Þú getur fellt þá niður með því að smella á örina við hlið hvers flokks.
Endurraða taxons
Taxons birtast í þeirri sem þeim er bætt við. Til að endurraða þeim smelltu þá á flokkinn með músinni og dragðu hann upp eða niður listann á þann stað sem hentar best.
Þú getur líka dregið yfirgrein inn í tré á annari yfirgrein og gert hana að undirgrein, t.d. með því að draga “Clothing” undir “Housewares”.
Breyta taxon
Til að breyta nafni á taxon, einfaldlega hægrismelltu á hann og smelltu á “Edit”
Hér getur þú einni breytt eftirfarandi eiginleikum taxonsins: Here, you can edit several aspects of the taxon:
- Name - Nafnið á taxoninum. Þetta er sýnilegt viðskiptavinum netverslunarinnar.
- Permalink - Þetta er endirinn á slóðinni inn á flokkinn/taxoninn, t.d. netverslun.is/t/nafn-a-flokknum. Þetta er yfirlitssíða yfir flokkinn þar sem þú getur séð allar vörur í honum. Kerfið býr sjálfkrafa til slóðina byggt á nafninu en þú getur breytt henni. Athugaðu að fara varlega í breytingar og búa ekki til slóð sem skarast á við aðra slóð og getur skapað vandræði.
- Description - Stutt lýsing á flokknum sem birtist fyrir neðan “header” borðann á síðunni.
- Hide from subcategories navigation checkbox - Með því að haka í þennan reit þá felur þú flokkinn í undirflokka yfirliti (Sjá mynd fyrir neðan).
- Header Banner - Hér getur þú hlaðið upp mynd fyrir flokkinn.
- Meta Title - Meta titill, titill sem birtist fyrir vefsíðu flokksins og hefur forgang fram yfir titil netverslunarinnar.
- Meta Description - Meta lýsing, lýsing sem birtist fyrir vefsíðu flokksins og hefur forgang fram yfir lýsingu netverslunarinnar.
- Meta Keywords - Meta stikkorð, stikkorð sem birtast fyrir vefsíðu flokksins og hafa forgang fram yfir stikkorð netverslunarinnar.
- Description - Þessi möguleiki er óvirkur.
Mundu að smella á “Update” til að vista allar breytingar.
Eyða taxon
Til að eyða taxon, hægrismelltu á nafnið á honum í yfirlitinu og smelltu á “Remove”.
Smelltu á “OK” til að staðfesta.
Tengja taxona/flokka við vörur
Auðvelt er að tengja taxona við vörur. Farðu inn í vöruspjald og sláðu fyrstu 3 stafi taxonsins í “Taxons” reitinn. Kerfið byrjar að leita eftir fyrstu þremur stöfunum og smelltu svo á þann rétta. Þú getur valið eins marga taxona fyrir hverja vöru og þér hentar.
Smelltu svo á “Update” til að vista allar breytingar.