Lýsing á vörueiginleikum
Inngangur
Boxið býður upp á þann möguleika að birta stikkorð sem lýsa vörunni þinni nánar (Product Properties), og er viðbót við hina almennu vörulýsingu. Þetta getur auðveldað viðskiptavininum að taka ákvörðun um hvort vara henti þeim eða ekki. Hér á myndinni fyrir neðan sést dæmi um hvernig þetta birtist í netversluninni.
Bæta við vörueiginleika lýsingu
Fylgdu eftirfarandi skrefum til að bæta við lýsingu. Í þessu dæmi ætlum við að bæta við framleiðslulandi sem er USA.
- Smelltu á Vörur í aðalvalmynd stjórnendasíðunnar.
- Smelltu á “Properties”.
- Smelltu á “New Property” hnappinn.
- Sláðu inn lýsinguna í “Name” og nánari lýsingu í “Presentation”, t.d. Land í “Name” og Upprunaland í “Presentation”.
- Smelltu á “Create”
- Opnaðu vöruspjald sem þú vilt bæta við lýsingu.
- Smelltu á “Product Properties” í valmyndinni hægra megin.
- Smelltu á tóman reit undir “Property” og byrjaðu að slá inn nafn eiginleikans. Kerfið finnur samsvarandi niðurstöður eftir að þú hefur slegið inn fyrstu stafina og þú getur valið þá af fellilista.
- Sláðu inn gildi eiginleikans, í þessu tilfelli er það USA.
- Smelltu á “Update”.
Þegar þú skoðar vöruna í netversluninni þá sérðu að upprunaland hefur bæst við vörulýsingu.
Þú getur bætt við óteljandi lýsingum á vörueiginleikum, smelltu einfaldlega á “Add Product Properties” aftur og endurtaktu skrefin.
Auðvelt er að raða lýsingum eftir þínum hentugleika. Farðu í “Product Properties” hverrar vöru, smelltu á haltu inni krossinum vinstra megin við hverja röð og dragðu upp og niður.