Vöruskil
Inngangur
Vöruskil eru regluleg verkefni flestra netverlana. Hvort sem varan hentar ekki viðskiptavininum eða hún reyndist skemmd eða gölluð þá geta eftirfarandi leiðbeiningar kennt þér sem stjórnanda að gefa út vöruskilaheimildir (e. RMAs (Return Merchandise Authorizations)) og afgreitt vöruskil.
Búa til vöruskilaheimild (RMA)
Þú getur einungis búið til RMA fyrir pantanir sem búið er að senda (e. shipped), því óeðlilegt væri að skila vöru úr pöntun sem ekki er farin úr húsi.
Til að búa til RMA fyrir pöntun sem hefur verið afhent, smelltu þá á “Return Authorizations” hlekkinn áður en þú smellir á “New Return Authorization” hnappinn. Þú getur valið hvaða vörur eiga að fá skilaheimild og gefið út RMA fyrir samsvarandi upphæð.
TIl að nýta vöruskilaheimild (RMA) veldu á hverja vörulínu sem á að skila, hvort sem það eru vöruskipti eða endurgreiðsla og sláðu inn magn vörunnar. Til dæmis ef viðskiptavinur vill skila gallaðri vöru. Veldu þá “Original” undir “Reimbursment Type” og kerfið endurgreiðir upphæðina á upprunalega greiðslumáta pöntunarinnar þegar búið er að skila vörunni og samþykkja skilin. Ef þú velur “Exchange” sem endurgreiðslumáta býr kerfið til nýja sendingu undir vöruna sem á að skipta fyrir þá gölluðu. Formið mun svo sjálfkrafa reikna út upphæð RMA byggt á útsöluveri vörunnar, en þú verður að staðfesta upphæðina þegar endurgreiðslan er gefin út. Það gefur þér einnig kost á því að bæta við auka gjöldum svo sem tiltektargjaldi eða annarr kostnaður sem fellur til við skilin.
Sláðu inn ástæði skilanna og athugasemd og veldu svo í hvaða vöruhús skilavaran á að fara í.
Að því loknu hefst biðin eftir að vörunni sem skila á kemur í hús til þín.
Athugaðu að þú getur alltaf breytt eða eytt vöruskilaheimild. Ef viðskiptavinur t.d. skiptir um skoðun og vill fá endurgreitt í stað skipta þá getur þú alltaf breytt tegund skilanna.
Breytingasíða vöruskilaheimildar er með sama skipulagi og þegar ný er stofnuð. Gerðu einfaldlega nauðsynlega breytingar og smelltu svo á Update hnappinn.
Afgreiðsla vöruskila
Þegar þú hefur fengið skilavöruna senda frá viðskiptavini þá þarf að skrá ný vöruskil (e. “Customer Return”)Til að gera það, farðu inn í upphaflegu pöntunina og smelltu á “Customer Return”. Smelltu svo á “New Customer Return” hnappinn.
Hakaðu við þær vörur sem þú vilt skila, eða hakaðu við efsta reitinn til að velja þær allar. Veldu því næst í hvaða vöruhús á að skila vörunum og merktu við hvort þær eru hæfar til endursölu eða ekki með því að haka í Resellable reitinn. Að því loknu smelltu á “Create” hnappinn.
Nú er búið að taka við öllum skilavörum og þú getur búið til endurgreiðslu upp á $24.14.
Endurgreiðslu formið birtir upphaflegu endurgreiðslu eða skipta reglum sem þú valdir þegar vöruskilaheimildin var búin til. Þú getur yfirskrifað það sem upphaflega var búið til.Ef engar breytingar eru gerðar þá má smella á “Reimburse” til að búa til endurgreiðsluna.
Þú hefur nú lokið við vöruskil. Eins og sést þá á viðskiptavinurinni inni endurgreiðslu eða inneign upp á $24.14.