Vinnsla pantana
Inngangur
Þegar pöntun berst í netverslunina, hvort sem hún er gerð af viðskiptavini í gegnum vefsíðuna eða handskráð af stjórnanda, þarf stjórnandi að vinna úr pöntuninni. Til að ljúka afgreiðslu þarf að ljúka eftirfarandi skrefum:
- Staðfesta að vörurnar eru í raun og veru til.
- Taka við greiðslu.
- Pakka og senda pöntunina.
- Skrá sendingarupplýsingar í pöntunina.
Augljóslega þarf að framkvæma skref 1 og 3 í vöruhúsi vefverslunarinnar. Þessar leiðbeiningar leiða þig í gegnum skref 2 og 4.
Taka við greiðslu
Þegar þú hefur tekið við pöntun og staðfest að allar vörur séu til, eða tekið út þær vörur sem ekki eru til, er næsta skref að taka við greiðslu. Greiðslur koma
Á myndinni að ofan er rauð lína dregin utan um pöntun sem er klár í að taka við greiðslu. Staða pöntunarinnar er merkt “Complete” sem þýðir að allar upplýsingar frá viðskiptavini eru til staðar til að senda hana af stað. Greiðslustaða pöntunarinnar er merkt “Balance Due” sem merkir að pöntunin er ógreidd. Sendingarstaða sýnir “Pending” sem merkir að beðið er eftir að greiðsla sé tekin áður en hún er send af stað.
Ef þú smellir á annaðhvort “Order Number” eða “Edit” merkið þá opnast pöntunin í breytingarham. Með því að smella á “Balance Due” ferðu beint í greiðsluupplýsingar pöntunarinnar.
Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan er einungis ein greiðsla sem þarf að taka við fyrir allri upphæðinni. Einungis þarf að smella á “Capture” merkið við hliðina til að taka við greiðslu.
Ef kerfið móttekur greiðsluna vandræðalaust þá hleðst síðan á ný og sýnir að greiðslustaða hefur breyst úr “Pending” í “Completed” og þar af leiðandi greidd.
Þá er greiðslan klár og þú getur undirbúið pöntunina fyrir sendingu og uppfært sendingar upplýsingar.
Pakka og senda pöntunina
Þegar þú skoðar yfirlit pöntunarinnar þá sérðu “Ship” hnapp á miðri síðunni.
Með því að smella á þennan hnapp breytist sendingarstaða pöntunarinnar úr “Ready” í “Shipped”
Síðasta skrefið er að smella á “Edit” takkann og slá inn rakningar upplýsingar “Tracking details” ef slíkar upplýsingar eru í boði. Smelltu svo á “Save” til að vista upplýsingarnar.