Skattar
Inngangur
Einfalt er að skrá virðisaukaskattsflokka í Boxið. Málin geta þó flækst ef selt er til margra svæða með mismunandi skatta. Nauðsynlegt kynna sér vel eftirfarandi hugtök til að setja upp skattaflokka rétt:
Skattaflokkar/Tax Categories
Skattaflokkur er tól til að safna halda utan um vörur sem eru skattlagðar á sama hátt. Þetta er virkni sem sem er ekki sýnileg viðskiptavinum heldur sjá þeir einungis skattaprósentu sem á við afhendingarstað pöntunarinnar.
Til að sjá skattaflokka netverslunarinnar þinnar smelltu á “Configuration” og svo á “Tax categories” á niðurfellanlega listanum.
Þú getur breytt núverandi skattaflokkum með því að smella á Edit hnappinn við flokkinn.
Þú getur einnig fjarlægt skattaflokk með því að smella á “Delete” hnappinn við hvern flokk og smellt á “OK” til að staðfesta.
Til að búa til nýjan skattaflokk smelltu á “New Tax Category” hnappinn.
Sláðu inn nafn á skattaflokknum og lýsingu á honum ef þess er þörf. Hakaðu við hvort þessi skattflokkur er sjálfgefinn (Default).
Hver vara í netversluninni þinni þarf að hafa skattaflokk valin svo hægt sé að reikna út réttan skat á pöntuninni. Allar vörur sem hafa ekki skráðan skattaflokk bera sjálgefinn skattaflokk (Default tax). Ef sjálfeginn skattur er ekki skráður þá birtist verðið án skatts.
Svæði
Auk skattaflokks þarf að skrá landfræðilegt svæði/zones til að ákveða rétta skattaprósentu. Þú getur lesið nánar um svæði á Zones guide.
Skattahlutfall
Þegar vara hefur verið skráð með skattaflokk og send á ákveðið “Svæði” þá reiknar kerfið út skatthlutfallið út frá þeim upplýsingum sem þú skráir.
Til að bæta við skatthlutfalli smelltu þá á “Tax Rates” undir “Configuration” fellilistanum.
Hér getur þú séð núverandi skatthlutföll og hvernig þau eru stillt. Til að búa til nýtt skatthlutfall smelltu á “New Tax Rate” hnappinn.
- Name - Nafn: Gefðu skatthlutfallinu lýsandi nafn t.d. “Virðisaukaskattur”
- Zone - Svæði: Nauðsynlegt er að gera tvö skatthlutföll fyrir mismunandi svæði sem þú selur vörur til. T.d. þarf mismunandi skatthlutföll fyrir mismunandi svæði. T.d. getur skattaflokkurinn “Fatnaður” átt við fatnað sem seldur er til Bandaríkjanna og til Evrópu. Hvort svæði fyrir sig ber mismunandi skatthlutfall.
- Rate - Hlutfall/Prósenta: Skatthlutfallið eða prósentan er skráð hér í tugabrotum, t.d. er 6% skráð sem 0.06. Athugið að nauðsynlegt er að skrá tugabrotið með punkti en ekki kommu.
- Tax Category - Skattaflokkur: (e. tax category) veldu viðeigandi skattaflokk.
- Included in Price - Hakaðu hér við ef þú vilt að skatturinn er innfalinn í skráðu útsöluverði.
- Show Rate in Label - Hakaðu við þennan reit ef þú vilt að skattaprósentan birtist þegar gengið er frá pöntun.
- Calculator - Kerfið reiknar út skattinn á sjálfgefinn máta (Skatthlutfall margfaldað með nettó verði.
Skatta stillingar
Að lokum, þá munu evrópskar netverslanir nóta góðs af skatta stillinga síðunni (e. Tax settings page)
Þegar hakað er við þennan reit þá reiknar kerfið sjálfkrafa út virðistaukaskatt á sendingarkotnað.