Leita í pöntunum
Þegar smellt er á Orders í aðalvalmyndinni á stjórendasíðunni þá birtist listi yfir nýjustu pantanir.
Listinn sýnir þér eftirfarandi upplýsingar um hverja pöntun: The list shows you the following information about each order:
- Completed At - Dagsetning þegar viðskiptavinur kláraði pöntunina.
- Number - Númer pöntunarinnar í Boxinu.
- State - Staða pöntunarrinnar. Fáðu nánari upplýsingar um pöntunarstöðu.
- Payment State - Greiðslustaða. Boxið fylgist með stöðu greiðslu og er það óháð pöntunarstöðu. Þegar greiðsla berst þá breytist greiðslustaðan.
- Shipment State - Sendingarstaða. Hér er hægt að sjá hvort búið sé að greiða fyrir pöntunina og hún klár í tiltekt og sendingu.
- Customer Email - Netfang viðskiptavinar
- Total - Heildarupphæð pöntunar með sendingar kostnaði, skatti og öllum breytingum sem hafa verið gerðar.
Við hlið hverrarr pöntunar má sjá “Edit” merkið. Með því að smella á þetta merki getur þú breytt pöntuninni.
Afmarka niðurstöður
Upphafsskjárinn sýnir alltaf nýjustu pantanirnar en oft koma upp aðstæður þar sem þú þarft að afmarka niðurstöðurnar við ákveðin skilyrði. Til að mynda er hægt að afmarkað þær við netfang viðskiptavinar, eða sjá allar pantanir sem á eftir að pakka og senda. Boxið býður upp á fjölda möguleika til að afmarka leitarniðurstöður.
Þú getur valið einn eða fleiri af eftirfarandi möguleikum til að afmarka niðurstöðurnar. Smelltu svo á Filter Results til að uppfæra niðurstöðurnar.
Raða eftir dagsetningum - Date Range
Þú getur afmarkað niðurstöður eftir dagsetningum með því að slá inn upphafsdagsetningu í Start reitinn og lokadagsetningu í Stop reitinn.
Niðurstöðurnar innihalda pantanir sem eru gerðar á innslegnum dagsetningum og á milli þeirra.
Staða - Status
Þú getur einnig afmarkað pantanir eftir eftirfarandi pöntunar stöðu:
- cart - Viðskiptavinur er með vörur í körfunni sinni en hefur ekki hafið check-out ferlið.
- address - Viðskiptavinur hefur hafið check-out ferlið en á eftir að setja inn heimilisfang.
- delivery - Viðskiptavinur hefur lokið við að slá inn heimilisfang en á eftir að velja afhendingarmáta.
- payment - Viðskiptavinur hefur slegið inn heimilisfang og sendingarmáta en á eftir að greiða fyrir pöntunina.
- confirm - Viðskiptavinur hefur slegið inn allar nauðsynlegar upplýsingar en á eftir að staðfesta pöntunina.
- complete - Viðskiptavinur hefur lokið öllum skrefum og staðfest pöntunina en stjórnandi á eftir að taka við greiðslu.
- canceled - Hætt við pöntun, annaðhvort hefur stjórnandi eða viðskiptavinur hætt við pöntunina.
- awaiting return - Viðskiptavinur hefur skilað vöru en varan á eftir að berasta seljanda.
- return - Vöruskil hafa veirð afgreidd.
- resumed - Pöntun sem búið var að hætta við er orðin virk á ný.
Pöntunarnúmer
Boxið býr sjálfkrafa til pöntunarnúmer fyrir hverja pöntun. Pöntunarnúmerið verður til um leið og fyrsta varan er sett í körfu. Pöntunarnúmerin byrja öll á R og innihalda 9 tölustafi af handahófi. Ef þú ert að leita að ákveðnu pöntunarnúmeri þá getur þú slegið inn pöntunarnúmerið í leitarstrenginn.
Email/netfang
Hér getur þú leitað eftir netfangi viðskiptavinarins. Athugið að slá verður inn allt netfangið.
Nafn
Þú getur leitað eftir nafni viðskiptavinar með því að slá því inn í First Name Begins With og Last Name Begins With reitina. Athugið að kerfið leitar í nöfnum sem eru skráð á heimilisfang greiðanda, ekki móttakanda. Þú getur leita eftir fyrstu stöfum í nafni t.d. Sig eða öllu nafninu, t.d. Sigurður.
Complete
Sjálgefnar niðurstöður sýna eingungis pantanir sem búið er að klára af viðskiptavini og eru í complete
stöðunni. Til að sjá pantanir sem er ólokið taktu hakið úr reitnum sem segir Only Show Complete Orders.
Ósendar pantanir
Ef þú vilt einungis sjá pantanir sem á eftir rað senda þá geturr þú hakað í reitinn Show Only Unfulfilled Orders.