Afrita vörur
Inngangur
Hægt er að búa til afrit af vöru til að auðvelda ferlið við að stofna nýjar. Smelltu einfaldlega á “Products” í aðalvalmyndinni vinstra megin á skjánum og finndu vöruna sem þú vilt afrita. Smelltu á “Clone” merkið hægra megin við nafnið.
Þegar þú smellir á “Clone” merkið þá býr kerfið til nýja vöru með öllum sömu eiginleikum og frumritið nema viðskeytið “COPY OF” bætist við vörunafn. Varan fær einnig nýja slóð “permalink” og SKU/Vörunúmer.
Breyta
Ráðlegt er að fjarlægja sjálfvirka viðskeytið “COPY OF” og gefa vörunni nýtt nafn sem einkennir hana og aðskilur frá frumritinu. Sama má segja um slóðina “permalink” og vörunúmerið ef við á.
Gætið fyllstu varúðar þegar ný slóð er búin til, svo hún skarist ekki á við aðra slóð sem fyrir er í kerfinu.
Þú getur breytt öllum upplýsingum á afrituðu vörunni eins og þú breytir venjulegri vöru. Einfaldlega smelltu á vöruna úr vörulistanum og breyttu því sem nauðsynlegt er. Að því búnu smellir þú einfaldlega á “Update” hnappinn neðst á síðunni.