Vörueiginleikar
Vörueiginleikar- og gildi
Með mismunandi vörueiginleikum getur þú auðveldlega gert greinarmun á vörum sem eru nánast þær sömu nema koma í mismunandi útgáfum til dæmis peysa sem kemur i mismunandi stærðum og litum.
Fyrir hvern vörueiginleika þarf að búa til a.m.k. eitt gildi, til dæmis ef þú stofnar “stærð” sem eiginleika þá þarf að gera eitt eða fleiri “stærðar” gildi, t.d. “Small, medium og large”.
Búa til nýja vörueiginleika- og gildi
Vörueiginleikar- og gildi eru eiginleikar sem eru stofnaðir fyrir alla netverslunina, en ekki fyrir stakar vörur. Því þarf ekki að slá inn sama eiginleikann fyrir hverja vöru fyrir sig heldur einungis velja af lista þegar varan er stofnuð. Til að stofna nýja vörueiginleika, smelltu þá á “Vörur” í aðalvalmyndinni og veldu “Option types”. Að því búnu smelltu þá á “New option type” efst í hægra horninu.
Hér þarftu að fylla inn í tvo reiti: “Name” og “Presentation”. Þú munt sjá þetta mynstur á fleiri stöðum á stjórnendasíðunni þar sem nafn (e. name) er stutt útgáfa af eiginleikanum, eitt eða tvö orð, á meðan kynning (e. presentation) er nánari skýring á eiginleikanum sem auðveldar viðskiptavininum að skilja eiginleikann.
ATHUGIÐ: Í einhverjum tilfellum getur hugtakið “Display” verið notað í stað “Presentation” til að gefa til kynna hvað er sýnilegt viðskiptavininum á “Products Variants” síðunni.
Fyrir “Name” á fyrsta eiginleikann skulum við nota “Stærð” og í “Presentation” sláum við inn “Stærð á peysunni”. Smelltu að því búnu á “Update”.
Þegar síðan hefur endurhlaðið sig eftir “Update” þá birtast tómar raðir þar sem hægt er að slá inn gildi fyrir eiginleikann.
Við ætlum að byrja á því að slá inn tvö gildi, Large og Small. Með því að smella á “Add Option Value” hnappinn getur þú bætt við fleiri auðum línum fyrir gildin.
“Name” er fyrir nafnið á gildinu, L og S, en “Display” er það sem birtist viðskiptavininum og þar getum við slegið inn Large og Small.
Þegar þú smellir á “Update”, þá vistar Boxið nýju gildin og tengir þau við vörueiginleikann og birtir þér lista yfir alla vörueiginleika.
Bæta vörueiginleikum við vöru
Til að virkja vörueiginleika á vöru þá getur þú smellt á “Option Type” reitinn sem er neðarlega fremst á hverri vörusíðu. Veldu réttan vörueiginleika af fellilistanum. Þú getur einnig slegið inn fyrstu stafina í eiginleikanum til að hraða ferlinu. Þetta á við bæði nýjar vörur og ef breyta á fyrir eldri vörur.
Smelltu svo á “Update” til að vista breytingarnar.