Frumrit (e. Prototypes)
Inngangur
Frumrit (e. prototype) er nokkurs konar beinagrind fyrir vörur sem styttir þér sporin við að stofna margar svipaðar vörur. Almenna reglan er að stofna frumrit fyrir vöru sem hefur sömu vörueiginleika (e. Option types) og vörueiginleikalýsingu (e. Properties). Auðvelt er að stofna nýjar vörur byggðar á frumritinu og einungis þarf að stilla af vörueiginleika- og lýsingu.
Setjum upp dæmi þar sem þú hefur fengið nýja sendingu af myndarömmum sem eru allir sömu tegundar en koma í mismunandi stærðum, litum og hráefni. Þá virkar frumrit frábærlega til að stofna þessar vörur.
Þessar leiðbeiningar gera ráð fyrir því að þú hafir stofnað vörueiginleika (e. Option types) og vörueiginleikalýsingu (e. Properties). Ef ekki þá er mælt með því að gera það áður en lengra er haldið.
Stofna frumrit
Til að stofna frumrit, farðu þá á stjórnendasíðuna og smelltu á “Vörur” í aðalvalmyndinni og síðan “Prototypes” í fellilistanum.
Sláðu inn nafn á frumritinu í “Name” (T.d. Myndarammar) og veldu svo vörueiginleika- og lýsingu sem eiga við þessa vöru.
Smelltu á “Create” hnappinn. Að því búnu ættir þú að sjá nýju frumgerðina á frumgerðarlistanum.
Frumrit notað til að stofna vöru
Til að stofna vöru byggða á frumriti smelltu þá á “Vörur” í aðalvalmynd stjórnendasíðunnar og því næst á “New Product” hnappinn efst í hægra horninu. Smelltu þá á “Myndarammar” á “Prototypes” fellilistanum,
Þegar þú gerir það þá birtist listi yfir alla vörueiginleika- og lýsingar. Þú getur hakað við þau atriði sem passa við vöruna. Þá gerist auðveldara að búa til afbrigði vörunnar (e. Variant).
Haltu svo áfram að stofna vöruna eins og venjulega og fylltu inn þær upplýsingar sem vantar og eru ekki í frumgerðinni.
Athugaðu að fylla inn upplýsingar fyrir öll afbrigðin, t.d. vörunúmer, verð og myndir.