Reiknireglur
Reiknireglur
Boxið getur sett upp reiknireglur og reiknað út sendingarkostnað fyrir hvern sendingarmáta.
Það eru 5 reiknireglur uppsettar í Boxinu:
- Fastur kostnaður (pr. pöntun)
- Fastur kostnaður (pr. vöru)
- Flöt prósenta
- Sveigjanlegur kostnaður
- Stighækkandi kostnaður
Fastur kostnaður (pr. pöntun)
Þessi reikniregla rukkar sömu upphæðina fyrir pöntunina, óháð hversu stór pöntunin er. Þú getur skilgreint þennan fasta kostnað undir sendingarmáta.
Sem dæmi þá getur þú boðið upp á tvo sendingarmáta í netversluninni þinni, annars vegar samdægurs og hinsvegar næsta dag. Þú velur svo Fastan kostnað (e. flat rate) sem reiknireglu á þessa sendingarmáta þar sem samdægurskostnaður er 3.000 kr. en næsta dags kostnaður er 1.500 kr.
Fastur kostnaður (pr. vöru)
Þessi reikniregla býður þér að rukka fyrir sendingu á hverjum hlut í pöntuninni.
Sem dæmi, ef það eru 4 hlutir í pöntuninni og sendingarkostnaður pr. hlut er 500 kr. þá er heildarsendingarkostnaður 2.000 kr.
Flöt prósenta
Þessi reikniregla gerir þér kleift að rukka sendingarkostnað sem hlutfall af heildarupphæð pöntunar. Reiknireglan lítur svona út:
ruby
[heildarverð pöntunar] x [prósentu hlutfall]
Sem dæmi, ef pöntun er með vörur fyrir 23.248 og sendingarkostnaður er flöt 10% pr. pöntun, þá yrði sendingarkostnaður 2.325 þar sem 23.248 x 10% = 2.325.
Sveigjanlegur kostnaður
Sveigjanlegur kostnaður (e. Flexible Rate) er venjulega notaður fyrir kynningarafslátt t.d. þegar þú vilt gefa afslátt á fyrstu vörunni og svo afslætti á næstu vörum upp að ákveðnu marki.
Sveigjanlegi kostnaðurinn tekur fjóra þætti til greina:
- Kostnaður fyrsta hluts: Sendingarkostnaður fyrsta hlutsins í pöntuninni.
- Viðbótarkostnaður: Sendingarkostnaður seinni hluta í pöntuninni.
- Hámarksfjöldi: Fjöldi hluta í pöntuninni sem reiknireglan nær yfir.
- Gjaldmiðill: Sjálfgefinn gjaldmiðill sem þú hefur sett upp fyrir netverslunina.
Sem dæmi, ef þú setur upp kostnað fyrsta hlutar sem 1.000 kr. og næstu hlutir kosta 500 kr., hámarksfjöldi er 4 þá myndir þú rukka sendingar kostnað upp á 1.000 fyrir fyrsta hlutinn og 500 kr. fyrir næstu 3 og 0 kr. fyrir alla hluti umfram þessa fyrstu 4. Þannig myndi pöntun með einum hlut kosta 1.000 kr. í sendingu, sendingarkostnaður fyrir pöntun með tveimur hlutum myndi kosta 1.500 kr. og sendingarkostnaður fyrir 7 hluti væri 2.500 kr.
Stighækkandi kostnaður
Stighækkandi kostnaður er leið til að bjóða afslátt á sendingarkostnaði ef pöntun fer yfir ákveðna upphæð. Taka verður eftirfarandi 4 þætti til greina:
- Lágmarksupphæð
- Venjuleg upphæð
- Afsláttarupphæð
- Gjaldmiðill: Sjálfgefinn gjaldmiðill sem þú hefur sett upp fyrir netverslunina.
Allar pantanir sem eru með lægra heildarvöruverð en skilgreind lágmarksupphæð myndu falla undir venjulegan sendingarkostnað. Pantanir með heildarvöruverð sem er jafnt og eða hærra en lágmarksupphæð fellur undir afsláttarsendingarkostnað.
Sem dæmi, setjum upp afsláttarreglu með eftirfarandi skilyrðum:
- Lágmarksupphæð - 5.000 kr.
- Venjuleg upphæð - 1.500 kr.
- Afsláttarupphæð - 500 kr.
Af þessu leiðir að pöntun sem er með vörur fyrir 3.500 kr. myndi bera venjulegan sendingarkostnað eða 1.500 kr. Önnur pöntun með vörur fyrir 5.500 kr. myndi hinsvegar bera sendingarkostnað upp á 500 kr.
Næsta skref
Ef þú hefur fylgt þessum sendingarleiðbeiningum frá upphafi og þú hefur sett upp sendingarflokka, svæði og reiknireglur þá er næsta skref að búa til sendingarmáta sem viðskiptavinir geta valið úr í greiðsluferlinu.