Sendingarflokkar
Sendingarflokkar
Sendingarflokkar eru notaðir til að skilgreina sérstakar sendinga þarfir fyrir eina eða fleiri vörur. Algengustu notin fyrir sendingarflokka eru þegar ákveðnar vörur geta ekki verið settar saman í einn kassa, oft vegna stærðarhindrana.
Sem dæmi, ef netverslun með líkamsræktarvörur fær pöntun sem inniheldur sippuband og hlaupabretti, þá yrði hlaupabrettið metið sem vara í yfirstærð sem krefst sérstækra sendingarmáta á meðan sippubandið er fer í venjulegan póst eða hraðsendingu.
Til að láta Boxið leysa verkefni sem þetta, þá er gott að skilgreina sjálgefinn sendingarflokk “Default” fyrir sippubandið og aðrar vörur sem geta nýtt sér venjulegan póst eða hraðsendingar. Að auki er hægt að búa til “Yfirstærðar” flokk fyrir hlaupabrettið og aðrar vörur sem eru of stórar fyrir hefðbundinn póst eða hraðsendingar. Þegar flokkarnir hafa verið stofnaðir þá veluru réttan flokk fyrir hverja vöru.
Sendingaflokkarnir munu leika lykilhlutverk í greiðsluferlinu þegar viðskiptavinur velur sendingarmáta og hvaða kostnaður fylgir hverjum og einum.
Búa til sendingarflokk
Til að búa til nýjan sendingarflokk, smelltu þá á “Shipping Categories” undir Configurations” í aðalvalmynd stjórnendasíðunnar. Smelltu svo á “New Shipping Category” hnappinn. Sláðu inn nafn á flokkinn og smelltu svo á “Create”.
Bæta vöru í sendingarflokk
Þegar búið er að stofna sendingarflokka þá getur þú bætt vörum við flokkana. Finndu vöruna sem þú vilt breyta og farðu inn í vöruspjaldið. Veldu réttan flokk úr “Shipping Categories” fellilistanum eins og sýnt er á myndinni fyrir neðan. Smelltu svo á “Update” að því loknu.
Næsta skref
Þegar þú hefur náð tökum á sendingarflokkum þá er næsta skref að kynna sér sendingarsvæði (e. zones).