Svæði
Svæði
Hægt er að skilgreina sendingarsvæði eftir landfræðilegum skilgreiningum. Svæði eru skilgreind sem lönd eða fylki (e. states). Svæði eru notuð til að skilgreina reglur fyrir sendingarmáta.
Hver sendingarmáti getur einungis verið úthlutað einu svæði. Sem dæmi, ef einn sendingarmátinn er heimkeyrsla á bíl netverslunarinnar, sem er einungis í boði á Íslandi, þá er það svæði skilgreint sem landið Ísland.
Þegar viðskiptavinur slær inn afhendingarstað í greiðsluferlinu, þá notar Boxið þær upplýsingar til að meta hvaða svæði á að senda á og sýnir einungis sendingarmöguleika sem eru í boði fyrir það svæði.
Búa til svæði
Til að búa til svæði, smelltu þá á “Zones” undir “Configuration” hnappnum á stjórnendasíðunni. Smelltu þar á “New Zone” hnappinn og sláðu inn nafn og lýsingu á svæðinu sem þú ert að búa til. Þú getur valið hvort þetta svæði sé sjálfgefið “Default” til útreiknings á virðisaukaskatti (t.d. er innheimtur vsk af vöru og þjónustu selt innanlands en ekki ef vara og þjónusta er seld út fyrir landsteinana). Veldu svo hvort svæðið eigi að vera land eða fylki og smelltu svo á “Create” að því búnu til að stofna svæðið.
Bæta við í svæði
Þegar þú hefur stofnað svæði, þá getur þú búið til heildarsvæði sem inniheldur nokkur önnur. T.d. á skýringarmyndinni fyrir neðan er verið að búa til svæðið “New England” í USA sem inniheldur fylkin New York, New Jersey og Connecticut. Á sama hátt er hægt að búa til “Höfuðborgarsvæðið” sem innheldur Reykjavík, Hafnarfjörð, Kópavog o.s.frv.
Veldu land eða fylki á fellilistanum.
Smellti á “Update” til að vista.
Fjarlægja úr svæði
Það er auðvelt að fjarlægja fylki eða land úr svæðinu þínu. Smelltu á “Zones” undir “Configuration”. Smelltu svo á “Edit” merkið við hlið svæðisins sem þú vilt breyta. Smelltu svo á X fyrr neðan nafnið.
Næsta skref
Þegar þú hefur sett upp öll svæðin þín, þá er næsta skref að setja upp sendingar reiknireglur.