Leita að notanda
Þegar þú smellir á Users þá sérðu Filter hnapp, New User hnapp og alla notendur sem hafa verið stofnaðir í kerfinu.
Við hlið hvers notanda sérðu tvo hnappa og þú getur að auki raðað notendum eftir stafrófsröð með því að smella á User fyrir ofan netfanga dálkinn.
- Edit - Smelltu á Edit hnappinn til að breyta notendaupplýsingum.
- Delete - Smelltu á Delete til að eyða notanda.
- Sort by user’s name - Raðaðu notendum eftir stafrófsröð með því að smella hér, smelltu aftur til að raða í öfugri röð.
Afmarka notendur
Í þeim tilfellum sem þú vilt ekki sjá alla notendur heldur einungis afmarkaðan hluta þá getur þú auðveldlega gert það það.
Smelltu á Filter hnappinn og þá birtast eftirfarandi leitarmöguleikar:
- Netfang - Leitaðu að notenda eftir netfangi.
- Fornafn - Leitaðu að notenda eftir fornafni.
- Eftirnafn - Leitaðu að notenda eftir eftirnafni.